Ferill 918. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1618  —  918. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur).

Frá Oddnýju G. Harðardóttur, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Guðbrandi Einarssyni og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


    Við b-lið 1. gr.
     a.      2. málsl. 5. tölul. orðist svo: Á tímabilinu 1.–30. júní 2024 getur hver sá sem hefur fengið ákvarðaðan sérstakan vaxtastuðning valið á þjónustusíðu sinni á skattur.is inn á hvaða lán, sbr. 1. tölul., skuli greiða greinda fjárhæð, eða eftir atvikum valið að fá jafnar útborganir vaxtastuðnings til loka árs 2024 þar til fjárhæðinni hefur allri verið ráðstafað.
     b.      1. málsl. 6. tölul. orðist svo: Ríkisskattstjóri skal á tímabilinu 1.–31. júlí 2024 afhenda Fjársýslunni upplýsingar um ákvörðun sérstaks vaxtastuðnings og inn á hvaða lán skal greiða, sbr. 5. tölul., á tímabilinu.
     c.      3. málsl. 6. tölul. orðist svo: Fjársýslan greiðir sérstakan vaxtastuðning og miðlar upplýsingum innan fimm virkra daga frá móttöku til lánveitenda sem ráðstafa greiðslum beint inn á lán, greiðir út vaxtastuðning og ef við á til greiðslu uppgreiðslugjalds, eða afborganir innan fimm virkra daga frá móttöku í samræmi við 5. tölul.
     d.      6. málsl. 6. tölul. orðist svo: Ráðstafi lánveitandi ekki greiðslu inn á lán í samræmi við ákvæði þetta skal hann endurgreiða Fjársýslunni þá fjárhæð sem ekki var ráðstafað.